Sumarfrí

on .

útskriftarhopur 2022 122

10. bekkur vorið 2022 sem kveður nú Landakotsskóla. 

Nú eru nemendur og flestir starfsmenn í Landakotsskóla komnir í sumarfrí. Skrifstofa skólans opnar á ný mánudaginn 8. ágúst. Skólasetning verður mánudaginn 22. ágúst.

Við hlökkum til að hitta ykkur á nýju skólaári. 

Gleðilegt sumar! 

Stjórnendur

Góður árangur í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna!

on .

Frida Olof Ulfhildur

Á myndunum eru Ólöf, Fríða og Úlfhildur með barnamálaráðherra og Sófúsi Árna Hafsteinssyni, þjónustustjóra ELKO

Nýsköpunarkeppni grunnskólanna fór fram dagana 19.-21. maí í Háskólanum í Reykjavík. Tvö verkefni frá Landakotsskóla tóku þátt og bæði verkefnin unnu til verðlauna. Úlfhildur vann Hringrásarbikarinn, Fríða og Ólöf unnu Samfélagsbikarinn.

Hringrásarbikar: Úlfhildur Inga O. Gautsdóttir í 7. bekk Landakotsskóla, hlýtur Hringrásarbikar NKG , með hugmynd sína EfnisBangsi. Kennari hennar er Sinead McCarron

Samfélagsbikar: Fríða Lovísa Daðadóttir og Ólöf Stefanía Hallbjörnsdóttir í 7. bekk Landakotsskóla, hljóta Samfélagsbikar NKG, með hugmynd sína Skemmtilegar Biðstofur. Kennari þeirra er Sinead McCarron

Við óskum Sniead, Úlfhildi, Fríðu og Ólöfu innilega til hamingju. 

Nánar um keppnina: https://nkg.is/urslitnkg2022/ 

35 tungumál á menningarmóti í Landakotsskóla

on .

6

Smellið á myndina til að skoða fleiri myndir. 

Í tilefni af alþjóðadegi menningalegrar fjölbreytni UNESCO var fjölbreytileikanum fagnað í Landakotsskóla á dögunum með verkefninu “Menningarmót - fljúgandi teppi”. 

Menningarmótið er þverfagleg kennsluaðferð hugsuð til þess að varpa ljósi á styrkleika og fjölbreytta menningu og tungumál nemendanna með skapandi hætti. Hugmyndafræði Menningarmótsins er í góðu samræmi við áherslur UNESCO um viðurkenningu á fjölbreyttri menningu og heimsmarkmið 4.7 en þar segir m.a:  

“...menntun sem er ætlað að efla sjálfbæra þróun og sjálfbæran lífsstíl, með því að hlúa að friðsamlegri menningu, með mannréttindum, kynjajafnrétti, alheimsvitund, viðurkenndri menningarlegri fjölbreytni og framlagi menningar til sjálfbærrar þróunar.”

Kristín R. Vilhjálmsdóttir, kennari og með MA í hagnýtri menningarmiðlun er hugmyndasmiður verkefnisins. Hún hefur mótað Menningarmótin í meira en tvo áratugi og leiðbeint við að innleiða verkefnið í fjölmörgum leik-, grunn- og framhaldsskólum á Íslandi og í Danmörku.  

Í Landakotsskóla hófst menningarmótið með  fræðslu fyrir kennarahópinn. Síðan var Kristín með kynningar fyrir alla hópana  og  unnið var með menningarhugtakið gegnum ýmsar miðlunarleiðir um allan skólann. Menningarmót var svo haldið sl. föstudag 20. maí þar sem afrakstur vikunnar var til sýnis. Foreldrum og forráðamönnum var boðið í heimsókn til að sjá og heyra um verkefnið og um leið fá innsýn í þá fjölbreyttu menningu og hin ýmsu áhugamál barnanna. Það var sprellifandi stemning og nemendur ljómuðu í kapp við sólina sjálfa.

Landakotsskóli er UNESCO skóli og hefur  skuldbundið sig til að vinna með heimsmarkmiðin og halda upp á að minnsta kosti þrjá alþjóðlega UNESCO daga. Allur skólinn tók þátt í mótinu að þessu sinni  eða um 350 nemendur skólans. Á menningarmótinu galopnuðu nemendur sína persónulega heima og allar þær “fjársjóðskistur”  sem börnin hafa að geyma og uppgötvuðu þannig með nýjum aðferðum öll hin fjöldamörgu tungumál sem eru töluð á meðal nemendanna, en um 35 tungumál eru töluð í skólanum.

Stór og fallegur tungamálaregnbogi var skapaður í lok vikunnar með ölllum gildum nemendanna. Orðin vinátta, virðing, fjölbreytileiki, friður, sköpun, traust, umburðarlyndi, samvinna og hafa þau verið þýdd yfir á öll tungumál barnanna með aðstoð foreldra. Slíkt listaverk fylgir menningarmótsferlinu og er hugmyndin - að auki að það prýði veggi skólans á fallegan hátt - að  nemendur skólans geti speglað sig í bæði gildum og tungumálum verksins.

Frá skólastjóranum Ingibjörgu Jóhannsd.: “Kennarar voru ánægðir með hversu einlægir og góðir kynnendur og hlustendur nemendur voru. Það er mjög verðmætt fyrir börnin að fá tækifæri til að segja frá sjálfum sér og sínum áhugamálum. Margs konar tengsl og þræðir myndast milli barnanna. Og það er líka mikilvægt fyrir okkur starfsfólkið að kynnast börnunum með þessum hætti.”

Efni um menningarmót: 

www.menningarmot.is 

www.kulturkompasset.dk