Góður árangur á Íslandsmóti barnaskólasveita um liðna helgi

on .

 Góður árangur á Íslandsmóti barnaskólasveita, 9.-10. apríl 2016

Íslandsmót barnaskólasveita fyrir fjórða til sjöunda bekk fór fram um helgina, 9.-10. apríl 2016, og náði Landakotsskóli gríðarlega góðum árangri þrátt fyrir að aðeins hluti liðsins hafi verið krakkar úr 4.-7. bekk og drjúgur hluti úr 1.-3. bekk. Í flestum viðureignum voru Landakotsskólakrakkarnir því að tefla upp fyrir sig, gegn mun sterkari andstæðingum. Engu að síður náði liðið 27. sæti af 31 mögulegu.

Eins og endranær létu þessir skemmtilegu krakkar aldrei deigan síga og enn og aftur er vert að minnast þess að hegðun Landakotsskólabarna var til mikillar fyrirmyndar og tóku þau jafnt sigrum sem ósigrum af miklum drengskap.

Á myndasíðu Landakotsskóla getur að líta safn með myndum af seinna keppnisdegi skámótsins, sem Una mamma Iðunnar tók í gær 10. apríl 2016. Myndasafnið má nálgast undir valstikunni Nemendur eða með því að smella hér.

Leirlistarnámskeið f. 3.-4. bekk

on .

Leirlistarnámskeið f. 3.-4. bekk, vor 2016

Hér getur að líta nokkrar myndir frá leirlistarnámskeiði sem er í boði fyrir 3. og 4. bekk í Kátakoti, en á myndasíðu Landakotsskóla er safn með myndum af námskeiðinu. Myndasafnið má nálgast undir valstikunni Nemendur eða með því að smella hér.

Skólaskákmót Landakotsskóla 2016

on .

Skólaskákmót Landakotsskóla 2016


Skólaskákmót Landakotsskóla 2016 fór fram í gær, miðvikudaginn 6. apríl 2016. Tefldar voru sex umferðir eftir svissneska kerfinu. Alls tóku 11 nemendur þátt í mótinu og voru veitt verðlaun í opnum flokki sem og í stúlknaflokki.

Árangur Landakotsstúlkna var með eindæmum, en efstu stúlkur, þær Iðunn Helgadóttir í 3. bekk og Decca Jóhannesdóttir í 6. bekk, unnu einnig til verðlauna í opnum flokki.

Þá varð kornungur skákiðkandi, hún Lóa Daðadóttir í 1. bekk, í þriðja sæti í stúlknaflokki.

Skólaskákmeistari Landakotsskóla 2016 var krýndur Kirill Zolotuskiy, en hann hefur á undanförnum vikum birt skákþrautir úr eigin smiðju á heimasíðu Landakotsskóla.

(Sjá:
Skákþraut úr smiðju Kirils Zolotuskiy
Ný skákþraut frá Kiril Zolotuskiy
3. skákþraut Kirils Zolotuskiy)

Staða efstu keppenda á skólaskákmóti Landakotsskóla 2016 var sem hér segir:

1. Kirill 6v
2.-3.  Iðunn 4½v
  Decca 4½v
4.-5. Adam 4v
  Lóa 4v
6. Henrik  3v
7. Hafdís 2v

Að móti loknu voru allir þátttakendur leystir út með verðlaunapeningi og bókagjöf.

Á myndasíðu Landakotsskóla getur að líta safn með myndum af skólaskákmótinu í gær. Myndasafnið má nálgast undir valstikunni Nemendur eða með því að smella hér.

Gríðarleg gróska á sér stað í skákiðkun í Landakotsskóla. Á föstudögum, kl. 14, eru opnar æfingar fyrir 1.-4. bekk í frístund og á mánudögum, kl. 14, eru æfingar fyrir 5.-10. bekk (þar sem yngri, áhugasömum nemendum er einnig boðið að vera með).

Allir velkomnir!