Viðbrögð við vá
Áætlun um öryggis- og slysavarnir
Áætlun um öryggis- og slysavarnir í pdf skjali
Neyðarstöð með upplýsingum um verkferla og viðbragðsáætlanir auk sjúkrakassa er í merktri hillu til hægri, þegar gengið er inn á kaffistofu starfsmanna í Landakotsskóla.
Neyðarstöð – listi yfir gögn
- viðbrögð við slysi
- viðbrögð við eldsvoða
- viðbrögð við náttúruvá
- viðbrögð við hættum vegna hegðunar nemenda
- grunnupplýsingar um nemendur í tengslum við bráðaofnæmi og sjúkdóma
- Foreldrar bera fyrst og fremst ábyrgð á að upplýsingar séu réttar. Í byrjun hvers skólaárs er mikilvægt að skólinn hafi frumkvæði að því að yfirfara upplýsingarnar í samráði við foreldra og fái ávallt upplýsingar um breytingar.
- bakpoki sem nota á til fyrstu hjálpar í vettvangsferðum með nemendum
- sjúkrakassi