Upplýsingamiðlun og dagleg samskipti innan skólans

on .

1) Starfsfólk sýnir hvort öðru virðingu og hlýju, t.d. með því að bjóða góðan daginn.

2) Starfsfólk bíður fram aðstoð sína og baktalar ekki.

3) Ekki skal rætt um persónuleg málefni nemenda eða foreldra í frímínútum. Né við þá sem ekki kenna viðkomandi nemanda. Annars er hér vísað til siðareglna kennara https://www.ki.is/um-ki/stefna/sidareglur

4) Veikindi tilkynnt daglega fyrir klukkan 8: Hringja í Maju s. 8973875 eða 510 8200. Og ekki hafa samband á ókristliegum tímum!

5) Beiðni um leyfi í einstaka tímum: hafa samband við deildarstjóra.

6) Beiðni um lengra leyfi: tala við skólastjóra.

  • Gefið er leyfi í 5 daga hámark allt skólaárið.

  • Kennarar þurfa að undirbúa kennslu fyrir afleysingarkennara í fjarvist sinni.

  • Kennari þarf að vinna upp það leyfi sem hann tekur.

7) Vinsamlega svarið fyrirspurnum sem berast munnlega og skriflega innan sólarhrings eins og kostur er.

Upplýsingamiðlun í daglegum samskiptum á milli heimila og skóla

1) Veikindi: tilkynnt daglega í Mentor eða símleiðis fyrir kl. 8 í s. 510 8200. Láta Sirrý,Maju eða Önnu Guðrúnu vita ef nemandi mætir ekki svo hægt sé að hringja heim.

2) Fyrsta virka dag hvers mánaðar þarf umsjónarkennari að senda yfirlit um mætingu til forráðamanna og grípa til aðgerða í samræmi við áætlun um viðbrögð við ófullnægjandi mætingu. https://www.landakotsskoli.is/index.php/skolinn/aaetlanir-og-stefnur/vidhbroegdh-vidh-ofullnaegjandi-skolasokn-2019-2020

3) Foreldrar geta skráð leyfi í einstaka tímum í Mentor, skólinn þarf að samþykkja í Mentor.
(ef búið er að setja inn t.d. fjarvist í mentor þá þarf að eyða þeirri færslu áður en hægt er að samþykkja nýja færslu eins og t.d. leyfi eða veikindi)

4) Viðtalstími kennara er eftir samkomulagi.

5) Vinsamlega svarið foreldrum innan sólarhrings ef þeir senda bréf - svarið getur verið: erum að skoða málið.

 

Aðgagngsstýring Landakotsskóla

on .

Allar útidyr eiga að vera læstar kl. 8:30 en opið er á einum stað, við inngang hjá yngri nemendum (yngri barna leiksvæði) sem er við skrifstofu skólastjóra. Þeir nemendur sem koma seint koma inn um þann inngang sem og foreldrar og aðrir aðstandendur sem sækja börn í frístund. Í frímínútum opnar starfsfólk dyr, tekur úr lás og skellir svo aftur í lás þegar frímínútum er lokið. Skólaliðar ganga úr skugga um að það hafi verið gert, eftir hverjar frímínútur.

Ef annar háttur en venjulega er hafður á heimferð úr frístund þarf að láta vita með netpósti degi áður eða fyrir kl. 11:00 samdægurs (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.). Ef breytingar verða á plani með styttri fyrirvara er einnig hægt að hringja í síma í frístund (s. 8930772).

Allt starfsfólk Landakotsskóla gengur með nafnspjöld með mynd. Utankomandi aðilar og gestakennarar fá afhenta gestapassa.

Þegar utanaðkomandi aðili kemur inn í skólann er honum boðin aðstoð. Í sameiningu finna starfsmenn og aðilinn þann einstakling sem leitað er að. Úti pössum við upp á að vera í gulum vestum svo öllum sé ljóst að starfsmenn séu á svæðinu til að gæta barnanna.

Persónuverndarstefna

on .

Persónuverndarstefna

Landakotsskóli vinnur með persónugreinanleg gögn um einstaklinga og vistar í skjalageymslumog upplýsingakerfum sínum. Skólinn leggur ríka áherslu á að tryggja, með margvíslegum hætti, trúnað, áreiðanleika og örugga og ábyrga meðferð upplýsinga.

Hvaða gögn
Um er að ræða gögn um nemendur, aðstandendur og starfsfólk. Persónuleg gögn er varða nemendur og aðstandendur eru meðal annars:

  • Nafn, kennitala, heimilisfang, símanúmer og netfang
  • Námsmat og niðurstöður samræmdra kannana
  • Fundargerðir
  • Myndir
  • Beiðnir um og niðurstöður greininga sem og heilsufarsupplýsingar
  • Viðveruskráningar

Persónuleg gögn er varða starfsfólk eru meðal annars:

  • Nafn, kennitala, heimilisfang, símanúmer, netfang og nafn og símanúmer aðstandenda
  • Myndir
  • Heilsufarsupplýsingar
  • Sakavottorð
  • Viðveruskráningar
  • Tölvupóstar
  • Ráðningar- og launasamningar, launaútreikningur

Heimildir
Landakotsskólinn vistar og vinnur eingöngu með þau gögn sem nauðsynleg eru og heimilt er aðvinna með samkvæmt lögum, samningum við aðila eða upplýstu samþykkti einstaklinga ogannarra þeirra sem að verkefnum koma.

Hvaða notkun
Gögn og upplýsingar sem skólinn geymir í upplýsingakerfum sínum, eru einungis notuð til aðskólinn geti sinnt hlutverki sínu á sem bestan máta. Landakotsskólinn mun aldrei dreifa persónuupplýsingum til annarra aðila án heimildar.

Geymsla gagna - Varnir
Landakotsskólinn setur sér starfsreglur um geymslu gagnanna til að koma í veg fyrir eða lágmarka skaða af völdum misnotkunar eða gáleysis.

Öll gögn og vinnslur eru varin þannig að einungis þeir sem heimildir hafa til að vinna með gögnin, sjá þau og/eða breyta, geti framkvæmt slíkar aðgerðir, aðrir geta ekki skoðað gögnin.

Afritun
Öll gögn hjá skólanum eru afrituð til að tryggja að þau séu ætíð til staðar.

Réttleiki
Skólinn leitast ætíð við að tryggja réttleika gagna sinna. Komi í ljós að upplýsingar séu rangt skráðar, eru þær uppfærðar.

Réttur einstaklinga til upplýsinga um vinnslu og aðgangs að eigin persónuupplýsingum
Skólinn veitir öllum einstaklingum sem eftir því óska, aðgang að upplýsingum um þau persónugögn sem hann vistar og/eða vinnur með um einstaklinginn.

Skipaður hefur verið persónuverndarfulltrúi sem m.a. tekur við beiðnum einstaklinga og setur þær í farveg þannig að unnt sé að svara einstaklingum innan ásættanlegs frests.