Snjór

on .

23. febrúar

Fólk gleðst mismikið yfir snjónum, en svo mikið er víst að börnin fóru sæl og glöð út í frímínútur í morgun og nutu þess að leika sér í snjónum. Hér má sjá fleiri myndir.

Reykjavíkurmótið í skák

on .

7. febrúar

Mánudaginn 6. febrúar fór fram Reykjavíkurmót grunnskólasveita í skák. Landakotsskóli átti þrjár skáksveitir á mótið og stóðu nemendur sig með stakri prýði. Skákstarf innan Landakotsskóla hefur verið blómlegt í vetur undir styrkri stjórn Micah Quinn og Mark Shone sem sjá um skákklúbb Landakotsskóla fyrir eldri nemendur á meðan hinir yngri tefla af miklum móð í Kátakoti, frístund skólans.  Hér má sjá fleiri myndir frá mótinu.

100 daga hátíð 1.bekkjar

on .

5. febrúar 2017

nudaginn 30.janúar var 1.bekkur búinn að vera 100 daga í skólanum. Þess vegna var efnt til veilsuhalda með góðum veitingum, leikjum og skemmtanahaldi. Bekkurinn gekk um skólann í skrúðgöngu með látum, söng og tilburðum. Óhætt er að segja að börnin hafi skemmt sér vel og voru sérdeilis ánægð með daginn.  Hér má sjá fleiri myndir frá deginum.