Alþjóða tungumáladagurinn

on .

7.mars

Síðastliðinn föstudag héldu nemendur á unglingastgi upp á nýliðinn tungumáladag. Þetta gerðu þau með því að mæta með hluti frá sínu landi sem skipta þau máli og kynna þá fyrir öðrum nemendum. Gekk verkefnið virkilega vel og vorum við stolt af unglingunum okkar. Hér má sjá fleiri myndir.

Öskudagur

on .

5.mars 2017

Á öskudaginn, þann 1. mars, héldu kennarar og nemendur Landakotsskóla í KR heimilið þar sem við gerðum okkur glaðan dag með dansi og marseringum. Fleiri myndir frá deginum má sjá hér.

4.-6.bekkur í kór

on .

27.febrúar

 

Á föstudögum koma nemendur í 4.-6. bekk saman á sal undir stjórn Nönnu Hlífar, Kjartans og Önnu Katrínar og syngja saman.

Hér má sjá fleiri myndir frá kóræfingu.