Nýárskveðja 2023!

on .

Nyarskvedja

Skólinn hófst á ný í dag 3. janúar eftir jólafrí. Við óskum öllum í Landakotsskóla, nemendum og aðstandendum gleðilegs nýs árs með þökkum fyrir góð og vinsamleg samskipti á árinu sem er að líða. Nýárskveðjunni fylgir myndband sem nemendur í 1. bekk gerðu við lag sem þau sömdu með aðstoð Sigríðar Ölmu íslenskukennara, smellið á myndina til að hlusta og horfa. 

Jólakveðja!

on .

Kór Landakotsskóla syngur hér Vögguvísa á jólum/Christmas lullaby undir stjórn Nönnu Hlífar Ingvadóttur tónlistarkennara skólans á jólagleði Landakotsskóla. Undirleikarar eru Rúna Karlotta Davidsdóttir, nemandi í 4. bekk, Dagný Arnalds og Sólrún Gunnarsdóttir tónlistarkennarar. 

Starfsfólk Landakotsskóla óskar öllum nemendum og aðstandendum gleðilegrar hátíðar og góðs og farsæls komandi árs, með þökkum fyrir árið sem er að líða. Við hlökkum til að hitta ykkur aftur á nýju starfsári, þriðjudaginn 3. janúar 2023. 

Landakotsskóli vann jólamót grunnskóla Reykjavíkur 8.-10.bekk

on .

Skák des 22  Skák 2

Lið Landakotsskóla vann elsta flokkinn, 8.-10. bekk, með 23 vinningum af 24 mögulegum

Hlekkur á úrslitin á chess-results: https://chess-results.com/tnr704498.aspx?lan=1 

(til dæmis hægt að taka skjáskot af mótstöflunni þarna) 

Í liðinu voru: 
Adam Omarsson, 10. bekk

Iðunn Helgadóttir, 10. bekk

Þorsteinn Kári Pálmarsson, 10. bekk

Jósef Omarsson, 6. bekk.

Í liðinu í 4.-7. bekk mættu 3 strákar til leiks og stóðu sig vel, lentu í 5. sæti af 13 skáksveitum þrátt fyrir að vanta 4. borðs manninn! 

Í liðinu voru: 
Jón Loui Thoroddsen, 5. bekk

Helgi Nils Gunnlaugsson, 5. bekk.

Kristinn Sturla Þorgeirsson, 4. bekk.

Hlekkur á úrslitin á chess-results hjá 4.-7. bekk: https://chess-results.com/tnr704496.aspx?lan=1&art=63