Leikhús barnanna

on .

6. desember

Í gær, mánudaginn 5. desember, var Leikhús barnanna undir forystu Ingu Bjarnason, Virginiu Gillard og Kjartans Friðriks Ólafssonar með skólasýningu á Annie í Iðnó.

Leikhús barnanna er klúbbastarf sem eru í boði fyrir nemendur Landakotsskóla sem eru í 5. - 7. bekk. 

Allir nemendur í 3.-10. bekk mættu á sýninguna sem var í alla staði frábær.

Fleiri myndir má sjá hér.

Skákmót

on .

2.desember

skak

Jólaskákmót Grunnskóla Reykjavíkur fór fram dagana 27.-28. nóvember og sendi Landakotsskóli fjórar skáksveitir á mótið. Stóðu nemendur sig með prýði og landaði stúlknasveit skólans 3. sæti á mótinu. Flottur árangur sem Landakotsskóli má vera stoltur af.  Hér má sjá mynd af öllum hópnum frá Landakotsskóla.

Samsöngur í desember

on .

2. desember

Á hverjum föstudegi hittast 5 ára-3.bekkur í salnum og syngja saman.

Nú í desember bætast 4., 5. og 6. bekkur við og þá kveikja nemendur úr 5.bekk líka á kertum aðventukransins og segja frá hverju kerti fyrir sig.

Í morgun spiluðu nemendur í 5 ára bekk jólalög á ukulele og sungu með.

Aðstandendur eru alltaf velkomnir að mæta og syngja með og eins og sjá má á myndunum eru þeir duglegir að láta sjá sig :)