Norrænir tungumáladagar
25. nóvember
Norrænir tungumáladagar standa nú yfir í unglingadeild skólans og standa til 25. nóvember. Verkefnið er í samvinnu við Videncenter for Integration (www.vifin.dk). Í gegnum verkefnið kynnast nemendur ungu fólk á Norðurlöndum, skólalífi, menningu og náttúru. Nemendur nota samfélagsmiðla til samskipta milli landanna, þau búa til myndbönd um skólana sína og umhverfi, búa til spurningakeppnir og svara hvort hjá öðru – svo fátt eitt sé nefnt. Allur dagurinn er undirlagður fyrir þessa vinnu og unnið er þvert á aldur. Í Landakotsskóla leiða þær Helga Birna og Nína verkefnið. Þetta er afar flott vinna sem eykur áhuga nemenda á að læra norræn tungumál og þjálfar kennara og nemendur í notkun allra þeirra nýju miðla og forrita sem mögulegt er að vinna með og gæða skólastarfið lífi.
Fleiri myndir frá verkefninu má nálgast hér